Um Akraborg

Akraborg

Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.

Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.

Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.

Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.

Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.

Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008

Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.

Fyrir nánari upplýsingar um verð og frágang hráefnis, vinsamlegast hafið samband.

Starfsmenn
Person
Rolf Hákon Arnarson
Framkvæmdastjóri

rolf@akraborg.is

Rolf hóf störf hjá Akraborg 2006. Þar áður starfaði hann hjá útflutningsfyrirtækinu Triton í Reykjavík auk þess að hafa unnið hjá Eimskip og Flytjanda til fjölda ára. Rolf útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af vörustjórnunarsviði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

Gsm: 699-2715

Person
Birna Þorbergsdóttir
Skrifstofa

birna@akraborg.is

Birna er rekstrar- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst, 2001 og stundaði meistaranám í Stjórnun og stefnumótun við Viðskiptadeild Háskóla Íslands árin 2003 – 2006. Birna starfaði við Háskólann á Bifröst árin 2000 – 2004 og hjá Sixt Iceland ehf. árin 2005 – 2009.

Birna hóf störf hjá Akraborg í nóvember 2009.

Person
Einar Víglundsson
Verksmiðjustjóri

einar@akraborg.is

Einar útskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði árið 1978 og hefur síðan þá starfað við fiskvinnslu víðsvegar um landið m.a. á Þórshöfn, Hafnarfirði og Vopnafirði. Lengst af hefur Einar starfað hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar og HB Granda. Einar hófst störf hjá Akraborg 2008.

Gsm: 892-6272

Person
Tryggvi Einarsson
Verkstjóri

-

Tryggvi er Vestfirðingur í húð og hár. Hann hefur starfað við niðursuðu síðan 1977 þegar hann vann í rækju hjá Niðursuðuverksmiðjunni á Ísafirði. Þá hélt Tryggvi rækjuvinnslu áfram hjá Básafelli 1992. Tryggvi flutti á Akranes og hóf störf hjá Akraborg árið 2002.

Gsm: 897-6716

ToTop