Gæðastefna Akraborgar

Gæðastefna

Akraborg framleiðir úrvals niðursoðnar fiskafurðir úr fyrsta flokks íslensku hráefni. Á hverjum tíma skal vera til staðar virkt gæðaeftirlitskerfi sem uppfyllir kröfur alþjóðlegra staðla. Stjórnendur Akraborgar taka virkan þátt í og stuðla að stöðugum framförum á sviði gæðamála. Gæðamál ná yfir alla starfsemi fyrirtækisins þar með talið framleiðslu, pökkun, innkaup og útflutning. Ávallt skal gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstri án þess þó að það hamli eðlilegri framþróun.

Umhverfismál.

Akraborg rekur umhverfisstefnu sem nær yfir alla þætti starfseminnar. Reynt er að hámarka nýtingu aðfanga og lágmarka úrgang. Hráefni er einungis keypt af birgjum sem standast lagaleg skilyrði Fiskistofu og MAST um veiðiheimildir og vinnsluleyfi. Stjórnendur fylgjast með þróun innlendra jafnt sem alþjóðlegra reglugerða um sjálfbærar fiskveiðar.

Tæknimál.

Akraborg fylgist með nýrri tækni og aðferðum með því markmiði að gera framleiðsluna sem hagkvæmasta og umhverfisvænsta hverju sinni. Stöðug vöruþróun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Símenntun Stjórnendur Akraborgar reka þjálfunaráætlun sem tryggir hæft starfsfólk í öllum stöðum bæði með þjálfun innanhúss og aðkeyptum námskeiðum.

Viðskiptavinir.

Akraborg stefnir að því að framleiðsla og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt væntingar innri og ytri viðskiptavina og að fyrirtækið skili ávallt umsömdum gæðum á umsömdum tíma. Árangur skal mældur sem og ánægja viðskiptavina með könnunum og innri úttektum.

Starfsmenn og ánægja í starfi.

Akraborg leggur áherslu á að skapa skemmtilegan og fjölbreyttan vinnustað. Lögð er áhersla á að allir starfsmenn séu meðvitaðir um gæðastefnu fyrirtækisins og taki virkan þátt í gæðaeftirliti.

Akraborg er með öllu tóbakslaus vinnustaður.

Rolf Hákon Arnarson
Framkvæmdastjóri

30. desember 2012

ToTop