Akraborg

Vörur

Akraborg var stofnað á Akranesi 1989. Í rúm 30 ár hefur Akraborg verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorskalifur og tengdum afurðum á heimsvísu. Akraborg rekur tvær IFS vottaðar vinnslur. Aðra á Akranesi og hina í Ólafsvík.

Beikireykt þorskalifur

Niðursoðin þorskalifur unnin úr fyrstaflokks Íslensku hráefni. Lifrin er unnin fersk og handsnyrt til að tryggja hámarksgæði þessa viðkvæma hráefnis. Hún er léttsöltuð og leidd gegnum reykofn þar sem beikispænir gefur afurðinni náttúrulegt reykbragð.

Niðursoðin lifur telst til mesta lostgætis og víðsvegar um heim neytt sem áleggs ofan á brauð eða sem viðbót út á salat. Auk þess að vera sérstaklega bragðgóð er lifrin rík af A og D vítamínum auk hinna eftirsóttu Omega 3 fitusýra.

Þorskalifrar paté

Þorskalifrar paté er einstök blanda úr ferskri þorskalifur, þorskahrognum og kryddum í smyrjanlegu formi. Það er afar bragðgott með silkimjúka áferð og hentar því afar vel sem viðbit ofan á brauð eða kex. Þar sem stórt hlutfall innihaldsins er þorskalifur er þorskalifrar paté ríkt af A og D vítamínum auk Omega 3 fitusýra.

Þorskalifur með sítrónu

Niðursoðin þorskalifur unnin úr fyrstaflokks Íslensku hráefni. Lifrin er unnin fersk og handsnyrt til að tryggja hámarksgæði þessa viðkvæma hráefnis. Eftir að vera léttsöltuð bætum við ofan á sneið af ferskri sítrónu.

Niðursoðin lifur telst til mesta lostgætis og víðsvegar um heim neytt sem áleggs ofan á brauð eða sem viðbót út á salat. Auk þess að vera sérstaklega bragðgóð er lifrin rík af A og D vítamínum auk hinna eftirsóttu Omega 3 fitusýra.